Víðidalsá II er meðal þekktustu sjóbirtings- og bleikjusvæða á Íslandi. Allur fiskur sem gengur í Víðidalsá og Fitjá fer í gegnum svæðið. Þúsundir stórra bleikja og talsverður fjöldi laxa og silunga veiðast á ári hverju.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is
Víðidalsá II er neðsti hluti Víðidalsár. Svæðið hefur verið vinsælt hjá veiðimönnum í áratugi og ekki að ástæðulausu þar sem allur fiskurinn sem gengur í Víðidalsá og Fitjá gengur um svæðið. Í Víðidalsá II er fjölbreytt úrval af hyljum sem eru fullkomnir fyrir fluguveiði. Flestir hylir eru vel aðgengilegir með fjórhjóladrifnum bílum.
Á silungasvæðinu er bleikja, sjóbleikja, sjóbirtingur og lax. Yfirleitt er veitt í tveggja daga hollum og leyfilegt að veiða í allt að 12 tíma á dag, frá 7 til 13 og frá 16 til 22. Frá 15. ágúst er síðdegisveiðitími frá 15:00 til 21:00. Hægt er að bóka leiðsögumenn og veitingaþjónusta sé þess óskað. Aðeins er veitt á flugu í Víðidalsá II á þrjár stangir. Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglur við komu.
Veiðitímabil
Seint í júní fram í lok september.
Prime Time
Snemma í júlí fram í miðjan ágúst.
Við mælum með þessum flugum
Straumflugur, púpur eða þurrflugur fyrir bleikju og urriða. Hefðbundnar laxaflugur.
Búnaður
Einhendur, flotlínur og litlar tvíhendur.
Veiðimönnum býðst glænýtt og þægilegt veiðihús á árbakkanum. Fallegt útsýni yfir ána og fjöllinn sem umkringja dalinn. Í veiðihúsinu eru þrjú tveggja manna herbergi, rúmgóð stofa, vel búið eldhús og borðstofa. Á pallinum er útigrill og heitur pottur.
The lodge is serviced at all times with fully-made ups beds and cleaning of the cottage upon departure. Fishing guides and catering service can be provided upon request.
Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.
Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.
Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.
Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.
Silungasvæðið er mjög aðgengilegt og hægt að keyra að flestum hyljum á jeppa.
Á silungasvæðinu er bleikja, sjóbleikja, sjóbirtingur og lax.
Fjarlægð frá Reykjavík
211 km.
Aksturstími
Approx. 2 hour, 39 min.
GPS
65°28’29.8″N 20°31’22.1″W
Með því að gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar færðu nýjustu fréttir, upplýsingar, tilboð og vörur frá Starir beint til þín.
Starir ehf.
Kennnitala: 5009091370 | VSK: 103778
Starir ehf. Skrifstofa: Skólavörðustígur 27, 101 Reykjavík, Ísland
Skrifstofa : 546-1373