BLANDA

Blanda
Fjölbreytt stórlaxaá

Hin kyngimagnaða Blanda er jökulá og vatnakerfi hennar er það stærsta norðvesturlandi. Áin er fræg fyrir hátt hlutfall tveggja ára laxa og gríðarlegan styrk þeirra.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is

Almennar upplýsingar

Blanda er jökulá við rætur Hofsjökuls á norðvesturlandi. Meðalveiði í ánni undanfarin tíu ár er rétt undir 1700 löxum árlega en mest veiddist árið 2015 þegar veiddust meira en 4800 laxar. Það er ævintýri að veiða í hinni 37 kílómetra löngu Blöndu þar sem stangveiðimenn kynnast straumhörðum flúðum, löngum breiðum og gljúfri á efsta hluta árinnar. Á neðri hluta árinnar er sumstaðar krefjandi að vaða hana en það verður auðveldara eftir því sem ofar er komið. Hylir Blöndu eru fullkomlega sniðnir að tvíhenduveiði og vegna hás hlutfalls tveggja ára laxa mælum við eindregið með því. Laxarnir í Blöndu hafa skapað sér orðstír sem kröftugustu laxar landsins.

Veiði í Blöndu hefst snemma í júní eftir að fyrstu laxagöngur koma í lok maí en þá er aðeins veitt á fjórar stangir. Seinna á veiðitímabilinu, eftir því sem laxagöngum fjölgar og þær ná hámarki í júlí og lok ágúst, er veitt á átta stangir í 3 svæðum. Áin býður veiðimönnum upp á ógrynni hylja til að velja úr allt veiðitímabilið sem tryggir hvíld á veiðisvæðum fyrir bæði veiðimennina og laxinn.

 

Veiðitímabil 
Byrjun júní til september

Prime time
Byrjun júlí til byrjunar ágúst.

Stangir
Júní: 4-6 stangir / Júlí: 8 stangir. Veiðimönnum er velkomið að deila stöng.

Við mælum með þessum flugum
Þýsk Snælda, Sunray Shadow, Hitch. Collie Dog, Black Sheep og Silver Sheep. Kónar og þyngdar túpur.

Búnaður
Tvíhendur: Flot- og sökklínur.

Leiðsögumenn

Sérfrótt teymi leiðsögumanna við ánna starfar undir forystu Erik Koberling, félaga okkar í Blöndu. Leiðsögumennnirnir hafa allir veitt í ánni um árabil og gera sitt ítrasta til að aðstoða gesti á allan hátt á meðan dvöl þeirra stendur.

Allir leiðsögumennirnir okkar eru enskumælandi og sjá gestum okkar fyrir akstri meðfram ánni á fjórhjóladrifnum bílum. Hverjum leiðsögumanni er almennt deilt af tveimur veiðimönnum en hægt er að óska eftir einkaleiðsögumanni.

Magnað fuglalíf

Bakkar Blöndu iða ekki síður af lífi frekar en áin sjálf. Fjölbreytt fuglalíf í dalnum dregur að sér fólk frá öllum heimshornum sem kemur í von um það að sjá þessar fallegu skepnur í sínu náttúrulega umhverfi. Myndirnar sem hér má sjá eru eftir vin okkar, lögreglumanninn og árnefndarmann í Blöndu, Höskuld Birgi Erlingsson.

Saga Blöndu

Blanda er sannarlega eitt best varðveitta leyndarmálið í íslenska veiðisamfélaginu. Vatnakerfi Blöndu er eitt það stærsta á landinu og því hafa verið gríðarstórar laxagöngur þar í gegnum aldirnar. Laxveiði var þó varla möguleg vegna gruggugs vatnsins og jarðvegs sem kom með jökulhlaupum á sumrin. Það breyttist árið 1991 þegar það var byggð stífla upp með ánni um 60 frá sjó. Þar með myndaðist algjör paradís fyrir stangveiðimenn neðar í ánni.

Á sumrin er vatn árinnar nú tært með lituðum blæ og hentar vel til veiði. Fyrstu árin eftir að stíflan var byggð var veitt í ánni með fleiri stöngum án þess að tekið væri tillit til varðveislu stofns villta Atlantshafslaxins. Nú í fyrsta skipti í sögunni er sleppiskylda í Blöndu til að tryggja líftaug laxins og viðhalda þrótti í ánni. Við erum stolt af því að taka þátt í breytingunni og að stangveiðimenn okkar verði hluti af þeirri sögu.

Heillandi veiðihús og matargerð

Í veiðihúsi Blöndu færum við þér það besta úr íslenskri matargerð og sérvalinn alþjóðlegan vínlista. Byrjaðu daginn á morgunverði áður en verðlaunakokkar okkar útbúa ferska og ljúffenga hádegis- og kvöldverði. Rúmgott veiðihúsið inniheldur tólf tveggja manna herbergi með salernisaðstöðu. Slakaðu á í heita pottinum og sánunni eftir veiði dagsins og njóttu töfrandi sumarkvölda við Blöndu, umkringdur villtri náttúru og fersku dalalofti.

Blanda FAQ

Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.

Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.

Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.

The Blanda is vast, diverse but very accessible. The lower section of the river can require more wading, especially on the south bank where a wading stick can be helpful. However our guides are very hands on in assisting our guests on the river and for those who prefer less wading we have plenty of water to cover.

Although Blanda is a glacial river, it’s summer water is heavily influenced by the spring water from it’s tributaries. This blend of milky glacial and gin clear spring water makes for very interesting water to fish where you can see a whole lot.

Like every river the Blanda has a specific pattern of Salmon runs. The first salmon come in quite early or around the end of May with the runs reaching it’s peak size in the middle of July. However we employ a rod strategy that ensures quality all season round by fishing only 4 to 6 rods in June with the number of rods increasing as the runs get bigger and fish start to spread culminating in 8 rods in July.

Fishing surface flies like a riffling hitch or variations of the Sunray Shadow is one of our guides’ and clients favorite technique to catch fish on the Blanda. Compared to other glacial and spring fed rivers in Iceland the temperature of the Blanda is quite high meaning the fish are very active prompting most anglers to fish a full floating set up with smaller wet flies or surface flies.

Like everything else this depends on the angler’s preference and experience. The Blanda is a big river and in general we encourage double handed rods on Beats I-III, with the exception of the smaller stretch of water on Beat IV where a single hander is the preferred technique. However, every year we get anglers that prefer to fish single handed and we have found that this mix of methods allows the river to be covered in different ways which makes for good times for all.

Fjarlægð frá Reykjavík
264 km

Aksturstími
Approx. 3 hours, 19 min.

GPS
64°45’07″N 21°20’41″W

Spurningar?