Langadalsá er á meðal fallegustu og afskekktustu laxveiðiáa landsins. Langadalsá býður upp á veiði fjarri alfaraleið, í einstöku landslagi í botni Ísafjarðardjúps.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is
Langadalsá er staðsett fyrir botni Ísafjarðardjúps á Vestfjörðum.
Veitt er á fjórar stangir í ánni. Meðalstærð laxa í ánni er á pari við það sem þekkist á Vesturlandinu, þó 20 pundara megi finna þar inn á milli. Frá árinu 2019 hefur öllum laxi í Langadalsá verið sleppt.
Langadalsá hlykkjast niður gríðarlega gróðursælan dal. Áin er 24 km. löng og gengur laxinn upp 20 km. kafla í ánni.
Aðgengi að veiðistöðum er afar gott á svæðinu og má nota hefðbundnar bifreiðar til að komast að flestum veiðistöðum. Langadalsá hefur löngum verið vinsæl á fyrir fjölskyldur og minni hópa sem njóta þess að dvelja á afskekktum stað með ánni og náttúrunni.
Veiðitímabil
Frá 20. júní til 20. september.
Prime Time
Frá miðjum júlí til miðbiks ágústmánaðar.
Við mælum með þessum flugum
Svartur og rauður Francis, Collie Dog, Black Sheep, Sunray Shadow, kónar og túpur.
Búnaður
Einhendur og flotlínur.
Veiðimönnum er boðið að gista í glæsilegu veiðihúsi með rúmgóðum svefnálmum og magnað útsýni yfir ána og Langadal. Tvær svefnálmur eru tengdar veiðihúsinu með stórum palli þar sem finna má átta svefnherbergi, hvert með tveimur rúmum. Í aðskildu húsi, sem gengið er inn í af sama palli, er svo stór stofa, með stóru kvöldverðarborði og vel útbúið eldhús. Á pallinum má svo finna stórt setusvæði, grill, heitan pott og sánu. Langadalsá er sérstaklega hentugt veiðisvæði fyrir minni veiðihópa og fjölskyldur.
Hægt er að bjóða upp á þrif á húsinu. Einnig er hægt að bjóða gestum upp á leiðsögumenn og matreiðslumann sé þess óskað sérstaklega. Vinsamlegast kynnið ykkur allar hús- og veiðireglur fyrir komu á staðinn. Vinsamlegast hafið samband við styrmir@starir.is fyrir frekari upplýsingar um veiðihúsið. upon arrival. For any further information regarding the lodges please contact Styrmir, email: styrmir@starir.is.
Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.
Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.
Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.
Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.
Við mælum með einhendum þar sem áin getur verið vatnslítil og viðkvæm.
Fjarlægð frá Reykjavík
266 km
Aksturstími
Approx. 3 hours, 26 min.
GPS
64°45’07″N 21°20’41″W
Með því að gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar færðu nýjustu fréttir, upplýsingar, tilboð og vörur frá Starir beint til þín.
Starir ehf.
Kennnitala: 5009091370 | VSK: 103778
Starir ehf. Skrifstofa: Skólavörðustígur 27, 101 Reykjavík, Ísland
Skrifstofa : 546-1373