Víðidalsá og þverá hennar, Fitjá, er eitt þekktasta og frjóasta laxveiðiárkerfi Íslands með næstum 1000 laxa veidda árlega.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is
Víðidalsá á upptök sín á Húnvetnsku heiðunum og rennur um 67 km leið til sjávar í gegnum Hópið. Áin er laxgeng að Kolugljúfri, um 25 km frá ósnum við Hópið. Stærsta þverá hennar, Fitjá, hefur einnig verið gerð laxgeng langt inn í land með laxastigum.
Víðidalsá og Fitjá eru þekktar fyrir stóra laxa en sumarið 2023 var þar lengsta meðalstærð laxa í íslenskum veiðiám. Á hverju ári veiðast þar 20 punda fiskar.
Í ánni má einnig finna mikið af bleikju og silungi sem gera veiðimönnum kleift að breyta til. 100 merktir veiðistaðir halda öllum þó vel við efnið í leit sinni að þeim stóra.
Veiðitímabil
Miður júní til loka september.
Prime time
Byrjun júlí fram í ágúst.
Stangir
Átta stangir sem skiptast á að veiða fjögur svæði.
Við mælum með þessum flugum
Green Brahan, Colburn Special, Collie Dog, Sunray Shadow, Hitch, Madeline.
Búnaður
Einhendur og litlar tvíhendur. Flotlínur.
Sérfrótt teymi leiðsögumanna okkar hafa veitt í ánni í mörg ár og munu gera sitt besta í að aðstoða stangveiðimenn á alla vegu á meðan dvöl þeirra stendur. Þeir búa yfir ástríðu fyrir stangveiði og ánni sem þeim þykir vænt um.
Allir leiðsögumennirnir okkar eru enskumælandi og sjá gestum okkar fyrir akstri meðfram ánni á fjórhjóladrifnum bílum. Hverjum leiðsögumanni er almennt deilt af tveimur veiðimönnum en hægt er að óska eftir einkaleiðsögumanni.
Laxveiði með stöng hefur verið stunduð í Víðidalsá frá lokum 19. aldar. Líkt og í mörgum öðrum íslenskum laxveiðiám voru Englendingar fyrstu stangveiðimennirnir til að veiða í Víðidalsá.
Í þessa árdaga stangveiðarinnar bókuðu Englendingar veiðivikur sínar í gegnum persónuleg tengsl við bændur og landeigendur á svæðinu. Stangveiðimennirnir sem fóru í erfið ferðalög yfir hafið til Íslands þessi fyrstu ár voru brautryðjendur íslenskrar stangveiði.
Í seinni heimsstyrjöldinni fækkaði gestum töluvert en eftir stríðið fjölgaði stangveiðimönnum jafnt og þétt og hefur þeim fjölgað allar götur síðan. Til að mæta aukinni eftirspurn ákvað Veiðifélag Víðidalsár að byggja fyrsta veiðihúsið við ánna og opnaði það árið 1952. Veiðihúsið er enn í notkun enn hefur verið gert upp mörgum sinnum, síðast árið 2011. Í dag er gestum veiðihússins boðið upp á lúxushúsnæði í dýrðlegu landslagi í hjarta Víðidals.
Stangveiðimenn gista í nýlega uppgerðu íburðarmiklu veiðihúsi við Víðidalsá. Veiðihúsið er með myndarlega setustofu, borðstofu og pall með gott útsýni yfir svæðið í kring. Við bjóðum upp á 14 tveggja manna herbergi fyrir stangirnar átta, öll með sérbaðherbergi og sturtu. Hægt er að bjóða þeim sem deila stöng upp á einkaherbergi.
Á pallinum er heitur pottur og sána þar sem hægt er að slaka á eftir veiði dagsins. Síðan geta gestir notið þriggja rétta kvöldverðar sem nafntogað teymi verðlaunakokka okkar hefur útbúið.
Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.
Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.
Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.
Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.
The wading on the Víðidalsá varies but is mostly optional. We encourage anglers used to using a wading stick to do so.
The Víðidalsá is quite accessible with most of the river reachable by car with the exception of parts of the Fitjá tributary and the uppermost beat 3. The lodge is nestled on a hill overlooking the valley, approximately five minutes from the first reachable pool on beat 2.
Salmon start running the river in June with the highest concentration of runs occurring in the middle of July.
Classic Atlantic Salmon tactics do well on the Víði. Floating lines and smaller flies or micro cones.
The Víði is a big river although it squeezes in at times. This variety paired with the smaller tributary the Fitjá prompts many anglers to bring both single handed and double handed rods to be equipped for everything.
Fjarlægð frá Reykjavík
109 km
Aksturstími
Approx. 3 hours.
GPS
65°25’12.4″N 20°36’08.4″W
Með því að gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar færðu nýjustu fréttir, upplýsingar, tilboð og vörur frá Starir beint til þín.
Starir ehf.
Kennnitala: 5009091370 | VSK: 103778
Starir ehf. Skrifstofa: Skólavörðustígur 27, 101 Reykjavík, Ísland
Skrifstofa : 546-1373