straumar

Velkomin í
Straumana

Ármótasvæðið þar sem Norðurá og Hvítá mætast kallast Straumarnir. Yfir 300 laxar veiðast árlega á svæðinu, auk þess sem þar er að finna mikinn sjóbirting. Straumarnir hafa ávallt verið vinsælt veiðisvæði fyrir fjölskyldur og minni hópa.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is

Almennar upplýsingar

Straumarnir eru kílómetra langur kafli þar sem finna má sex merkta veiðistaði, en því má raunar fremur lýsa sem einum stórum og löngum veiðistað. Mestur fiskur heldur sig í skýrum skilum sem myndast þegar jökuláin Hvítá og bergvatnsárin Norðurá renna saman. 

Aðeins er veitt á tvær stangir í Straumunum og því hafa veiðimenn nóg pláss. Svæðið hefur verið einkar vinsælt undanfarin ár.

Á fyrsta degi er veiðimönnum boðið að mæta í hús frá 15 og þeir beðnir að yfirgefa húsið ekki seinna en 13 á síðasta degi. Vinsamlegast kynnið ykkur allar hús- og veiðireglur fyrir komu ykkar á staðinn.

Veiðitímabil

Frá 5. júní til 4. september

Prime Time

Seinni hluti júní til byrjun september.

Við mælum með þessum flugum

Svartur og rauður Francis, Collie Dog, Black Sheep, Sunray Shadow, kónar og túpur.

Búnaður

Einhendur, tvíhendur og flotlínur.

Veiðihús

Við Straumana má finna tvö falleg og vel búin veiðihús fyrir sjálfsmennsku rétt við árbakkann. Aðalhúsið var byggt árið 1930 af enskum veiðimönnum og er eitt tveggja elstu og þekktustu veiðihúsa landsins. Eitt helsta aðdráttarafl Straumanna hefur lengi verið þetta gamla og sögufræga veiðihús. 

Í báðum húsum eru fjögur svefnherbergi með tveimur rúmum. Í aðalhúsinu er rúmgóð og þægileg setustofa, vel útbúið eldhús, falleg verönd og grill. Í veiðihúsunum má finna sængur og kodda í hverju rúmi en veiðimenn verða sjálfir að koma með rúmföt. Vinsamlegast kynnið ykkur allar hús- og veiðireglur fyrir komu í veiðihúsið. 

Hægt er að útvega gestum fullbúin rúm með rúmfötum og þrif á húsinu ef þess er óskað. Allar nánari upplýsingar vegna slíkra beiðna veita Axel og Elísabet, netfang: thrifstraumar@gmail.com og sími: 8667733.

Straumar Junction Pool FAQ

Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.

Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

 

Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.

Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.

Straumarnir eru mjög þægilegt svæði sem auðvelt er að kasta á frá bakkanum. Laxinn heldur sig oft styttra frá bakkanum en veiðimenn gera sér grein fyrir svo mikilvægt er sýna aðgát. 

Það er hægt að veiða Straumana með bæði einhendu eða tvíhendu. Við mælum með tvíhendum.

Fjarlægð frá Reykjavík
90 km.

Aksturstími
Approx. 1 hour, 16. min.

GPS
64°36’57.8″N 21°41’21.6″W

Spurningar?