Sjálfsmennska

Frábær veiði
á þínum forsendum

Við bjóðum upp á frábæra veiði með þægilegum húsakosti án þjónustu.

Brennan

Brennan er þar sem Þverá mætir Hvíta. Svæðið er afar fjölskylduvænt og gjöfult veiðisvæði sem hefur lengi verið eitt vinsælasta ármótasvæði á Íslandi.

Brenna-04

Straumarnir

Frábært ármótasvæði þar sem Norðurá mætir Hvítá. Afar vinsælt meðal fjölskyldna og smærri hópa.

straumar-02

Víðidalsá silungasvæði

Silungasvæðið er neðsti hluti vatnasvæðis Víðidalsár. Svæðið er vinsælt þar sem allur fiskur sem gengur í Víðidalsá og Fitjá á þar leið um, þar á meðal lax, sjóbirtingur og sjóbleikja.

Vididalsa-2-01

Blanda IV

Blanda IV er efsta veiðisvæðið í Blöndu. Kristaltært vatn streymir í gegnum tilkomumikið gljúfur þar sem finna má fjölda hylja þar sem laxinn heldur sig. Svæðið er mjög vinsælt og þekkt fyrir hátt hlutfall tveggja ára laxa sem veiðast þar á hverju sumri.

blandapng

Svartá í Húnavatnssýslu

Svartá er eitt best geymda leyndarmál Norðurlands. Kristaltær þriggja stanga á falin í myndskrúðugum dal. Svartá býður upp á skemmtilegt vatn og afar þægilegan húsnæðiskost, fullkominn fyrir fjölskyldur og litla hópa. 

blandapng-3

Langadalsá

Langadalsá er á meðal fallegustu og afskekktustu laxveiðiáa landsins. Langadalsá býður upp á veiði fjarri alfaraleið, í einstöku landslagi í botni Ísafjarðardjúps.

langadalsa

Sog Bíldsfell

Sogið er stærsta lindá Íslands og rennur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni landsins. Akstursfjarlægð frá Reykjavík er innan við klukkutími og er Sogið þekkt fyrir gróskumikið og fallegt umhverfi. Sogið er frægt fyrir stórlax og hefur í áratugi verið vinsælt hjá stangveiðimönnum.

sogid

Sog Torfastaðir

Steinsnar frá Reykjavík rennur hin sögufræga á Sogið. Torfastaðir eru einstakt veiðisvæði með möguleika á laxi en fyrst og fremst frábærri bleikjuveiði.

sogid-2

Sog Alviðra

Sogið er stærsta lindá Íslands og rennur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni landsins. Akstursfjarlægð frá Reykjavík er innan við klukkutími og er Sogið þekkt fyrir gróskumikið og fallegt umhverfi. Sogið er frægt fyrir stórlax og hefur í áratugi verið vinsælt hjá stangveiðimönnum.

sogid-2