Starir

Veiðiævintýrið Starir

Starir veiðifélag hefur alla tíð skuldbundið sig verndun stofna Atlantshafslaxsins. Án laxsins myndu árnar okkar fögru ekki lifna við á vori hverju.

Fyrirtækið var stofnað af þremur vinum, sameinuðum af ástríðu fyrir fluguveiði og útiveru. Þessir þrír vinir voru Davíð Másson, Halldór Hafsteinsson og Ingólfur Ásgeirsson.

Starir tóku við leigunni á Þverá/Kjarrá árið 2013. Áin breiddi út arma sína og sumarið 2013 veiddust yfir 3000 laxar í henni. Árin sem fylgdu bættu Starir hægt og rólega við sig ársvæðum. Brennan og Straumarnir í Borgarfirði urðu hluti af úrvalinu og Starir ásamt félaginu Laxabakka tóku við samningi Víðidalsár í Húnaþingi. 

Af öðrum verkefnum Stara má nefna Blöndu og Svartá á norðvesturlandi, uppbyggingarverkefni á vesturbakka Sogsins ásamt Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. 

Alla tíð hefur Starir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá frábæra gesti í heimsókn auk þess að vinna með frábæru starfsfólki, leiðsögumönnum og bændum.