Starir veiðifélag hefur alla tíð skuldbundið sig verndun stofna Atlantshafslaxsins. Án laxsins myndu árnar okkar fögru ekki lifna við á vori hverju.
Fyrirtækið var stofnað af þremur vinum, sameinuðum af ástríðu fyrir fluguveiði og útiveru. Þessir þrír vinir voru Davíð Másson, Halldór Hafsteinsson og Ingólfur Ásgeirsson.
Starir tóku við leigunni á Þverá/Kjarrá árið 2013. Áin breiddi út arma sína og sumarið 2013 veiddust yfir 3000 laxar í henni. Árin sem fylgdu bættu Starir hægt og rólega við sig ársvæðum. Brennan og Straumarnir í Borgarfirði urðu hluti af úrvalinu og Starir ásamt félaginu Laxabakka tóku við samningi Víðidalsár í Húnaþingi.
Af öðrum verkefnum Stara má nefna Blöndu og Svartá á norðvesturlandi, uppbyggingarverkefni á vesturbakka Sogsins ásamt Langadalsá í Ísafjarðardjúpi.
Alla tíð hefur Starir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá frábæra gesti í heimsókn auk þess að vinna með frábæru starfsfólki, leiðsögumönnum og bændum.
Með því að gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar færðu nýjustu fréttir, upplýsingar, tilboð og vörur frá Starir beint til þín.
Starir ehf.
Kennnitala: 5009091370 | VSK: 103778
Starir ehf. Skrifstofa: Skólavörðustígur 27, 101 Reykjavík, Ísland
Skrifstofa : 546-1373