blanda IV

Velkomin í
Blanda IV

Blanda IV er efsta veiðisvæðið í Blöndu. Kristaltært vatn streymir í gegnum tilkomumikið gljúfur þar sem finna má fjölda hylja þar sem laxinn heldur sig. Svæðið er mjög vinsælt og þekkt fyrir hátt hlutfall tveggja ára laxa sem veiðast þar á hverju sumri.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is

Almennar upplýsingar

Blanda IV er efsti hluti Blöndu og þar er veitt á þremur stöngum. Ólíkt lægri hlutum árinnar, sem eru mjólkurlitaðir, er vatn Blöndu IV kristaltært, það er þar til flæðir upp úr uppistöðulóninu Blöndulóni. Það er alltaf hætta á því þegar líður á sumar þó það sé breytilegt milli ára. 

Ólíkt hyljunum á lægri svæðum Blöndu er svæði IV töluvert fíngerðara í samanburði og er auðveldlega hægt að veiða þar á einhendu. Aðgengi að svæðinu er gott á köflum en landslagið í gljúfrinu getur verið mjög krefjandi. 

Blanda IV hefur í mörg ár verið gríðarvinsæl hjá veiðimönnum vegna mikils fjölda laxa sem heldur til þar flest sumur og háu hlutfalli af tveggja ára löxum.

Veiðitímabil

Frá 20. júní til 20. september.

Prime Time

Frá miðjum júlí til miðbiks ágústmánaðar.

Við mælum með þessum flugum

Svartur og rauður Francis, Collie Dog, Black Sheep, Sunray Shadow, kónar og túpur.

Búnaður

Einhendur og flotlínur.

Veiðihús

Loksins getum við boðið gestum okkar upp á veiðihús á miðju veiðisvæðinu. Húsnæðið er mjög afskekkt og er veiðimönnum boðið upp á sex hjónarúm og möguleika á svefnsófa ef fleiri gestir vilja dvelja þar með. Kristaltær áin rennur við dyraþrepið. Öll helstu þægindi eru innifalin og þrátt fyrir afskekkta staðsetninguna er boðið upp á nettengingu. Í nýlega uppgerðu veiðihúsinu er huggulegt eldhússvæði og fallegur pallur með grilli. Af pallinum er horft yfir ánna. Uppábúin rúm og handklæði bíða gesta við komu í hús.

Blanda IV FAQ

Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.

Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.

Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.

The Blanda IV is absolutely gin clear although the water can of course be impacted by rain like other rivers. 

Við mælum með einhendum þar sem áin getur verið vatnslítil og viðkvæm.

Blanda IV is the uppermost beat on the Blanda, however once the runs of salmon reach its peak around mid July, the salmon are remarkably fast in running the river. Middle of July into August would be considered prime time. 

The Blanda IV beat is primarily fished from land due to its delicate nature. However in order to properly navigate the beat anglers might be required to cross the river. Additionally, the river is very fertile and the bottom and its rocks get very slippery as the summer progresses. For this reason we strongly advise nailed wading boots and a wading stick for those used to them.

Fjarlægð frá Reykjavík
266 km

Aksturstími
Approx. 3 hours, 26 min.

GPS
64°45’07″N 21°20’41″W

Spurningar?