Alviðra

Velkomin í
Alviðru

Sogið er stærsta lindá Íslands og rennur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni landsins. Akstursfjarlægð frá Reykjavík er innan við klukkutími og er Sogið þekkt fyrir gróskumikið og fallegt umhverfi. Sogið er frægt fyrir stórlax og hefur í áratugi verið vinsælt hjá stangveiðimönnum.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is

Almennar upplýsingar

Vatnsmikla áin Sogið er stærsta lindá landsins. Vatnið er mjög tært og rennur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni Íslands. Sogið er 19 kílómetrar að lengd, þar af eru 12 kílómetrar laxgengir. Skammt frá vatninu eru þrjár stíflur sem voru reistar um miðja 20. öld en þær voru fyrstu vatnsaflsvirkjanir landsins. Sogið rennur í gegnum fallegt og gróskumikið landslag í bland við ræktarland á vesturbakkanum og birkiskóg með fjölda sumarhúsa á austurbakkanum. Sogið endar síðan á að blandast við mjólkurlitað jökulvatn Hvítár.

Sogið hefur í áratugi verið vinsælt meðal íslenskra veiðimanna. Svæðið er frægt fyrir stórlax og þar að auki stóra og kraftmikla bleikju. Hið óspillta og tæra vatn Sogsins, með fjölbreyttum hyljum og löngum og spennandi breiðum, er tilvalið til fluguveiði á tvíhendum.

Þrjú veiðisvæði á vesturbakka Sogsins eru nú leigð af Störum og á þeim er einungis fluguveiði leyfileg. Þótt auðvelt sé að komast á suma staði með einhendum, annað hvort frá bakkanum eða með því að vaða, þá veita tvíhendur veiðimönnum betri yfirferð á flestum stöðum. Áin er breið og kraftmikil og því þurfa veiðimenn að fara mjög varlega á meðan þeir vaða og er veiðimönnum úthlutuð björgunarvestum sem við mælum eindregið með. 

Veiðitímabil

Silungur frá 1. apríl til 31. maí.
Lax frá 24. júní til 24. september.

Prime Time

Frá miðjum júlí til byrjunar ágústmánaðar.

Við mælum með þessum flugum

Svartur og rauður Francis, Collie Dog, Black Sheep, Dimmbla, Green Highlander, Sunray Shadow, kónar og túpur.

Búnaður

Tvíhendur: Flot- og sökklínur. 

Veiðihús

Veiðimönnum býðst gisting í nýuppgerðu veiðihúsi rétt við ánna.

Í húsinu eru þrjú tveggja manna herbergi, rúmgóð stofa og borðstofa, vel útbúið eldhús, snyrtileg salernisaðstaða og sturta. Á veröndinni sem snýr til suðurs er grill og borð. Björgunarvesti eru í boði og hvetjum við eindregið til notkunar þeirra við veiðar.

Hægt er að bjóða upp á þrif á húsinu. Einnig er hægt að bjóða gestum upp á leiðsögumenn og matreiðslumann sé þess óskað sérstaklega. Vinsamlegast kynnið ykkur allar hús- og veiðireglur fyrir komu á staðinn. Vinsamlegast hafið samband við styrmir@starir.is fyrir frekari upplýsingar um veiðihúsið.

Alviðra Beat FAQ

Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.

Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.

Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.

Fjarlægð frá Reykjavík
71.6 km.

Aksturstími
Approx. 58 min

GPS
65°28’29.8″N 20°31’22.1″W

Gott aðgengi er að ánni frá veginum og vegslóðum sem að henni liggja. Sogið er mikið vatnsfall og straumhörð á sem afar mikilvægt er að gæta að sér í ef vaðið er. Björgunarvesti eru í veiðihúsinu og við mælum með að allir veiðimenn noti þau og skilji við þau sómasamlega fyrir næstu gesti.

Spurningar?