Þverá

Velkomin í
Þverá

Þverá er lægri hluti árinnar sem samanstendur af Þverá og Kjarrá og á upptök sín á norðvesturhálendi Íslands. Þverá býr yfir öllum þeim eiginleikum sem gera íslenskar ár einstakar í heimi laxveiðinnar. Tært vatn og mikill fjölbreytileiki hylja.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is

Almennar upplýsingar

Þverá/Kjarrá er ein gjöfulasta veiðiá landsins. Meðalveiði í ánni síðastliðin tíu ár er rétt undir 2000 löxum á ári og árið sem mest veiddist fór fjöldi veiddra laxa fram úr 4000. Besti veiðitími í ánni nær frá síðustu vikunni í júní og langt inn í ágústmánuð. Á undanförnum árum hafa bestu vikurnar í Þverá/Kjarrá gefið hátt í 600 laxa í ánnum tveimur.

Sjálf Þverá er um 26 kílómetrar að lengd. Veiði í ánni skipulögð í þriggja eða sex daga hollum, hefst á eftirmiðdegi fyrsta dagsins og lýkur á hádegi síðasta dags. Í ánni eru 107 nefndir veiðistaðir sem bjóða veiðimönnum upp á fjölbreytta veiði, frá stríðum strengjum í efri hluta árinnar niður í engjahyli neðri svæðanna þar sem áin flæðir hljóðlega meðfram blómlegum túnum. Aðgengið að flestum svæðanna við ánna er gott og engin tré til að hindra köst. Einungis fluguveiði er leyfð í Þverá og sleppiskylda í ánni utan eins smálax á dag. 

Fyrsti vorlaxinn snýr aftur á heimaslóðir í lok maí. Þegar vor verður að sumri fjölgar laxagöngum jafnt og þétt þar til hámarki er náð í júlí. Laxveiðin helst stöðug vel inn í ágúst, þar sem laxagöngur halda áfram þó þær séu smærri. Veiðitímabilinu lýkur í svo september þegar haustið kemur en því geta fylgt rigningar sem hleypa fjöri í veiðina.

Veiðitímabil
Byrjun júní til byrjunar september.

Prime time
Síðasta vikan í júní fram í byrjun ágúst.

Stangir
Sjö stangir á sjö svæðum í róteringu. Veiðimönnum er velkomið að deila stöng.

Við mælum með þessum flugum

Silver Sheep, svartur og rauður Francis, Arndilly Fancy, Collie Dog, Green Brahan, Micro Hitch, Sunray Shadow og litlir kónar. Flugustærðir 12 til 18 eru algengastar.

Búnaður

Einhendur og litlar tvíhendur. Flotlínur.

Leiðsögumenn

Sérfrótt teymi leiðsögumanna okkar er leitt af Andrési Eyjólfssyni, bónda og landeiganda við Þverá/Karrá, sem hefur leiðsagt veiðimönnum í ánni í áratugi. Leiðsögumennirnir okkar hafa veitt í ánni í mörg ár og munu gera sitt besta í að aðstoða stangveiðimenn á alla vegu á meðan dvöl þeirra stendur. Þeir búa yfir ástríðu fyrir stangveiði og ánni sem þeim þykir vænt um. 

Allir leiðsögumennirnir okkar eru enskumælandi og sjá gestum okkar fyrir akstri meðfram ánni á fjórhjóladrifnum bílum. Hverjum leiðsögumanni er almennt deilt af tveimur veiðimönnum en hægt er að óska eftir einkaleiðsögumanni.

Saga Þverár

Laxveiði hefur verið stunduð á Íslandi í margar aldir. Íslendingar voru fyrst kynntir fyrir laxveiði á stöng af enskum veiðimönnum sem komu til landsins á seinni hluta 19. Aldar.

Þverá/Kjarrá var ein af fyrstu ánum sem heldri Englendingar veiddu reglulega í. Margir hyljanna í Kjarrá/Þverá bera með sér þá arfleifð. Hylir á borð við Hambro, Stewart, Wilson og Prinsessurnar þrjár bera með sér þessi upphafsár stangveiði. Árið 1904 byggðu Englendingarnir veiðihús við ármynni árinnar sem stendur enn þó það sé ekki í notkun. Það veiðihús er enn kalla Enska húsið. Veiðimennirnir fluttu bækistöðvar sínar þá enn ofar í árkerfið að Kjarrá og byggðu annað veiðihús árið 1919 en það veiðihús stendur ekki lengur.

Í dag eru tvö fyrsta flokks veiðihús sem þjónusta Þverá/Kjarrá. Í báðum húsum eru verðlaunakokkar og vandað starfsfólk gerir sitt besta til að tryggja að dvöl þín verði eftirminnileg.

Heillandi veiðihús og matargerð

Stórglæsilegt veiðihús Þverár við Helgavatn er nýlega gert upp og umkringt stórbrotnu landslagi. Í veiðihúsinu er stór og myndarleg setustofa, borðstofa og stór pallur með frábæru útsýni yfir ánni og umhverfi hennar. Það eru sjö svítur og sjö svefnherbergi, hvert herbergi með svefnpláss fyrir tvo og sérsturtu.  

Á pallinum er heitur pottur og útisána þar sem hægt er að slaka á eftir veiði dagsins. Veiðihúsið er með Wifi, sjónvarp og hljóðkerfi. 

Thverá FAQ

Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.

Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.

Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.

Leiðsögumenn okkar sjá gestum fyrir akstri við ánna. Ef veitt er án leiðsögumanns mælum við eindregið með fjórhjóladrifnum bílum þar sem veiðivegir og færð þeirra eru háð veðuraðstæðum hverju sinni.

Aðgengið að Þverá er gott og hægt að keyra upp að flestum hyljum.

Laxinn byrjar að ganga í Þverá í lok maí en stærstu göngurnar eru um miðjan júlí.

Fluguval fer auðvitað eftir vatnsmagni hverju sinni en árangursríkasta aðferðin að undanförnu hefur verið yfirborðsflugur líkt og Sunray Shadow, hitch eða aðrar smáflugur.

Svarið við þessari spurningu fer að sjálfsögðu eftir smekk hvers og eins en bæði Þverá og Kjarrá eru almennt taldar frábærar til einhenduveiði. Ef vatnsmagn er mikið getur verið gott að nota litla tvíhendu.

Fjarlægð frá Reykjavík
97,6 km

Aksturstími
Approx. 1 hour, 30 min.

GPS
64°45’07″N 21°20’41″W

Spurningar?