Brennan

Velkomin í
Brennuna

Brennan er á meðal bestu ármótasvæða landsins. Allur lax sem gengur upp í eina þekktustu og aflamestu laxveiðiá landsins, Þverá/Kjarrá, þarf að ferðast í gegn um Brennuna á leið sinni í árnar.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sales@starir.is

Almennar upplýsingar

Brennan er staðsett á Vesturlandi. Um 250 til 400 laxar veiðast á svæðinu árlega, auk þess sem þar er að finna mikinn sjóbirting, sem gerir veiðisvæðið að einu albesta ármótasvæði landsins. Í Brennunni er veitt á þrjár stangir á um 2 km. kafla á sama árbakkanum. Átta merkta veiðistaði má finna á svæðinu. 

Frá hinum fornfræga Möggustreng niður að Klöppum býður Brennan upp á marga frábæra hyli til fluguveiði. Þegar laxagöngur í júlí ná hámarki lifnar Brennan oft við á ótrúlegan hátt og mikið sjónarspil fer í hönd. Frábær veiði, gott aðgengi og návígi veiðimanna á bakkanum hafa gert það að verkum að Brennan er afar vinsæll áfangastaður fyrir fjölskyldur og smærri hópa. 

Veiðileyfi eru seld tvo daga í senn og er veiði heimiluð á svæðinu í allt að 12 tíma á sólarhring. Veiðimenn eru velkomnir í hús kl. 15 á fyrsta degi veiðileyfisins en verða að hafa yfirgefið veiðisvæðið ekki seinna en kl. 13 á síðasta degi leyfisins. 

Veiðitímabil

Byrjun júní til september

Prime Time

Mid June to early August.

Við mælum með þessum flugum

Svartur og rauður Francis, Collie Dog, Black Sheep, Sunray Shadow, kónar og túpur.

Búnaður

Einhendur, tvíhendur og flotlínur.

Veiðihús

Við Brennuna má finna tvö falleg og vel búin veiðihús fyrir sjálfsmennsku rétt við árbakkann. Í báðum húsum eru fjögur svefnherbergi með tveimur rúmum. Í nýrra húsinu er rúmgóð og þægileg setustofa með nýuppgerðu eldhúsi, fallegri verönd, heitum potti og grilli. 

Við komu í veiðihúsin er búið um öll rúm og er boðið upp á þrif við brottför gesta. Hægt er að útvega leiðsögumenn, kokk og þjónustufólk ef þess er óskað. Vinsamlegast kynnið ykkur allar hús- og veiðireglur fyrir komu. Allar nánari upplýsingar varðandi veiðihúsin veitir Sigurlaug, netfang: brennanveidihus@gmail.com , sími: 844 7567.

Brennan FAQ

Veiðimönnum er velkomið að deila stöngum svo lengi sem veiðireglum er fylgt og húsrúm leyfir.

Við getum aðstoðað veiðimenn við leigu á búnaði ef góður fyrirvari er gefinn. Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Einnig er hægt að kaupa flugur sem leiðsögumenn okkar hafa valið með ársvæði og aðstæður í huga hverju sinni.

Við biðjum veiðimenn vinsamlegast um að fylgja þeim mætingartímum sem teknir eru fram hér á síðunni og í bæklingum okkar og bókunarstaðfestingum svo starfsfólki okkar sé unnt að undirbúa komu þeirra á sem bestan máta og án óþæginda fyrir aðra gesti.

Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt í veiðinni. Leiðsögumenn okkar búa yfir hafsjó af fróðleik sem getur nýst öllum við veiðar. Við mælum sérstaklega með því að veiðimenn bóki sér leiðsögumann í fyrsta skipti sem viðkomandi heimsækir nýtt ársvæði. Við getum útvegað leiðsögumenn í allar okkar ár með góðum fyrirvara.

The Brennan beat is very comfortably reachable from the bank, especially using a double handed rod. Minimal wading is recommended. The fish like to hang out from the intersection between the clear water and the glacial and well into the bank so excessive wading can spook them.

Fjarlægð frá Reykjavík
97,6 km

Aksturstími
Approx. 1 hour, 19 min.

GPS
64°39’24.63″N 021°35’20.3496″W

Spurningar?